
Vísindalegar rannsóknir á heilsu hafsins og uppbygging þekkingar á því sviði eru brýnar til skilnings á loftlagsbreytingum og lífríki hafsins. Ísland er í kjörstöðu til þess að leiða í þessum málaflokki og hefur mikilvægu hlutverki að gegna.
Röst sjávarrannsóknasetur vinnur að rannsóknum á lífríki sjávar við Ísland, loftslagsbreytingum og lausnum sem byggja á vísindalegum grunni. Að baki Röst er samstarf alþjóðlegs hóps vísindamanna ásamt öflugustu rannsóknarsstofnunum á þessu sviði á Íslandi.
Sjávarflæðisrannsókn í Hvalfirði með hafrannsóknafari af fullkomnustu gerð
Á timabilinu 6. -19. október stefnir Röst að því að framkvæma vísindarannsókn í Hvalfirði með því markmiði að skilja flæði og hreyfingar sjávar í firðinum og fá betri mynd af hafstraumum við Ísland en áður. Mælingin felur í sér að litlu magni af vistfræðilega skaðlausu litarefni verður dreift á litlu svæði, ef veðurskilyrði leyfa. Við framkvæmd rannsóknarinnar verður notað ómannað hafrannsóknafar af fullkomnustu gerð sem var sérstaklega útbúið fyrir Röst í samstarfi við kanadískt tæknifyrirtæki.





Röst er óhagnaðardrifið félag sem er í fyrstu fjármagnað af Carbon to Sea Initiative og er hluti af alþjóðlegu neti rannsóknarstöðva undir þeirra hatti. Carbon to Sea er óhagnaðardrifin bandarísk sjálfseignarstofnun sem leiðir metnaðarfulla alþjóðlega rannsóknaráætlun um aukningu á basavirkni sjávar. Carbon to Sea er fjármagnað af virtum alþjóðlegum góðgerðarsamtökum og vísindasjóðum á sviði loftslagsmála og hefur hlotið um sjö milljarða króna í styrki frá aðilum eins og Oceankind og Grantham Foundation, sem hafa áratuga reynslu þegar kemur að verndun hafsins og rannsóknum tengdum loftslagsbreytingum.
Röst er dótturfélag loftslagsfyrirtækisins Transition Labs.







