Rannsóknaskip Rastar í Hvalfirði sumarið 2024
RÖST SJÁVARRANNSÓKNASETUR
Heilsa hafsins skiptir okkur öllu máli

Vísindalegar rannsóknir á heilsu hafsins og uppbygging þekkingar á því sviði eru brýnar til skilnings á loftlagsbreytingum og lífríki hafsins. Ísland er í kjörstöðu til þess að leiða í þessum málaflokki og hefur mikilvægu hlutverki að gegna.

Röst sjávarrannsóknasetur vinnur að rannsóknum á lífríki sjávar við Ísland, loftslagsbreytingum og lausnum sem byggja á vísindalegum grunni. Að baki Röst er samstarf alþjóðlegs hóps vísindamanna ásamt öflugustu rannsóknarsstofnunum á þessu sviði á Íslandi.

Nýjustu fréttir
Útbreiðsla kóralþörunga í Hvalfirði meiri en talið var

Útbreiðsla kóralþörunga í Hvalfirði meiri en talið var

2. september 2025 - kl. 14:15

Grunnrannsóknir Rastar sjávarrannsóknaseturs og Hafrannsóknastofnunar í Hvalfirði hafa nú sýnt með fjarstýrðum neðansjávardrónum að útbreiðsla kóralþörunga (Lithothamnium sp.) er meiri en áður var talið. Kóralþörungar mynda mikilvæg búsvæði fyrir ungviði þorskfiska og annað lífríki og hafa því mikið verndargildi. Nauðsynlegt er að vernda svæðin gegn ágangi, raski og mengun. Sérstaklega þarf að gæta að áhrifum súrnunar sjávar sem hamlar kalkbindingu og vexti þörunganna.

UM OKKUR
Reynslumikið teymi
Við búum að áratuga reynslu í loftslagsmálum, náttúruvernd og hafrannsóknum.
Image of Birkir Bárðarson
Birkir Bárðarson
Forstöðumaður
Image of Audria Dennen
Audria Dennen
Rannsóknatæknir
Sjálfstætt alþjóðlegt ráðgjafaráð
Við störfum með sjálfstæðu alþjóðlegu ráðgjafaráði sem ráðleggur okkur við rannsóknir, mælingar og mat á gögnum. Ráðgjafaráðið endurspeglar víðtæka íslenska og erlenda þekkingu og reynslu.
Image of Dr. Angel Ruiz Angulo
Dr. Angel Ruiz Angulo
Hafeðlisfræðingur og dósent við Háskóla Íslands
Image of Dr. Halldór Pálmar Halldórsson
Dr. Halldór Pálmar Halldórsson
Líffræðingur og forstöðumaður rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum
Image of Dr. Katja Fennel
Dr. Katja Fennel
Haffræðingur og forstöðumaður haffræðideildar Dalhousie-háskóla í Kanada
Image of Dr. Matthew H. Long
Dr. Matthew H. Long
Lífjarðefnafræðingur við Woods Hole Oceanographic Institution í Bandaríkjunum
Image of Sólveig R. Ólafsdóttir
Sólveig R. Ólafsdóttir
Hafefnafræðingur hjá Hafrannsóknastofnun