
Röst sjávarrannsóknasetur er óhagnaðardrifið félag. Við erum að byggja upp sérhæfða aðstöðu og getu til að veita vísindafólki á sviði haf- og loftslagsrannsókna alhliða stoðþjónustu. Markmið okkar er að styðja við vandaðar rannsóknir sem ýta undir framfarir á sviði vísinda og tækni og stuðlað geta að sjálfbærri framtíð.








Röst er óhagnaðardrifið félag sem er í fyrstu fjármagnað af Carbon to Sea Initiative og er hluti af alþjóðlegu neti rannsóknarstöðva undir þeirra hatti. Carbon to Sea er óhagnaðardrifin bandarísk sjálfseignarstofnun sem leiðir metnaðarfulla alþjóðlega rannsóknaráætlun um aukningu á basavirkni sjávar. Carbon to Sea er fjármagnað af virtum alþjóðlegum góðgerðarsamtökum og vísindasjóðum á sviði loftslagsmála og hefur hlotið um sjö milljarða króna í styrki frá aðilum eins og Oceankind og Grantham Foundation, sem hafa áratuga reynslu þegar kemur að verndun hafsins og rannsóknum tengdum loftslagsbreytingum.
Röst er dótturfélag loftslagsfyrirtækisins Transition Labs.

